Hugarfimleikar í formi einkatíma, námskeiða og fyrirlestra.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa um þá þjónustu sem í boði er.
Einnig er hægt að hafa samband á halldorahanna@gmail.com eða í síma 692-9027 til þess að panta sérsniðin námskeið og/eða fyrirlestra.
Komdu þér í gott andlegt og líkamlegt form með hugarfimleikum!
Án andlegra fimleika eigum við á hættu að skilja hugann eftir.
Öll velgengni byrjar í huga þínum, ef þú trúir ekki að þér muni takast vel í lífinu og hefur ekki trú á hæfileikum þínum, þá mun þér ekki takast það.
Hugarfimleikar
Hvað eru hugarfimleikar og hvaða þjónusta er í boði hjá Einkaþjálfun hugans?
Upplýsingar um námskeiðið Yager framtíðarsýn:
(Halldóra Hanna Halldórsdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinands eru með þetta námskeið, sjá frekari upplýsingar um það hér neðar).
Hvers vegna hefur svo mörgum mistekist að ná árangri eða hvers vegna hefur árangurinn ekki verið varanlegur? Svarið er einfalt:
Undirvitundin okkar var ekki rétt forrituð! “Eins og maðurinn hugsar, þannig mun hann verða”. Þetta er sönn saga og mikil staðreynd. Margir þurfa á því að halda að fá leiðsögn um það hvernig hægt er að breyta hugsanaformi sínu til betri vegar. Jákvæðu fréttirnar eru þær að við getum skipt út forritum í huga okkar.
Leynist töfrandi afl í ímyndunaraflinu þínu? Hvað heldur þú?
Á þessu námskeiði ætlum við að hjálpa þér að skapa þèr þitt forrit framtíðarsýnar með dáleiðslu-markþjálfun. Það er list að skapa sér sína eigin framtíðarsýn.
Viltu koma og sæktu lykillinn að framtíðarsýninni þinni?
Þetta námskeið er fyrir þig ef þú ert tilbúin/n til að verða skipstjórinn í þínu eigin lífi. Ertu til í að setjast við stýrið frá og með núna og sigla þínu eigin skipi áfram veginn?
Töfra námskeiðið Yager-framtíðarsýn er þriggja tíma næring fyrir huga þinn og sál. Þú verður leidd/ur í djúp tengsl við innsæið þitt með aðferð dáleiðslu-markþjálfunar. Þú skapar þína eigin framtíðarsýn í hugleiðslu sem gefur þér góða hvíld handan hugans.
Hvernig möguleikaveröld langar þig til að lifa í? Þú munt komast að því á námskeiðinu. Í lok námskeiðsins gengur þú út með tilbúna framtíðarsýn í höndunum, já þú munt skapa algjörlega átakanlaust, í djúpri hugleiðsluhvíld, þína draumasýn á pappír!
Hvatningarpepp í lok námskeiðsins áður en þú valhoppar aftur út í lífið með fullt af orku, gleði, vissu og von í farteskinu.
Verð 24.900kr., takmarkaður sætafjöldi og allur efniskostnaður innifalinn.
*Hægt er að hafa samband til að sérbóka námskeið fyrir vinnustaðinn þinn, saumaklúbbinn, félög og/eða fyrirtæki.
Umsagnir frá ánægðum viðskiptavinum:
,,Þetta var virkilega fræðandi námskeið, skemmtilegt og kom vel á óvart. Mikil upplifun og næringamikið fyrir sálina og jafnvægið. Frábær andi og stemning á námskeiðinu sem hjálpar til að finna innri ró, yfirvegun og betri samskipti. Takk kærlega fyrir mig” – 58 ára karlmaður
,,Mér fannst gott að koma til ykkar og hvað ég held mikið upp á þá leið sem þið farið á námskeiðinu að nota dáleiðslu til að tengja við innri visku og æðri mátt. Ég trúi að þar finnum við leiðina okkar og svörin en ekki í huganum okkar sem er forritaður af uppeldi og umhverfi.” – Ásdís Olsen
„Dásamleg upplifun í alla staði. Einlæg og falleg orka í kringum Ingibjörgu og Halldóru. Fróðlegt og skapandi námskeið.“ – Sigyn 22 ára
„Ég er búin að fara á þetta námskeið og mæli ég klárlega með því. Mikil næring og horft inná við sem við gerum ekki nógu mikið af. Uppbyggjandi -setja mörk og öðrum og svo miklu miklu meira. Ég klárlega valhoppaði út með mína klippimynd í ramma (horfi á hana alla daga) og horfði svo sannarlega á næsta ár full af gleði – von og fór af námskeiðinu með hvatningu um að lifa og láta alla mína drauma rætast. Að fá þessa sýn á framhaldið frá Ingibjörgu og Halldóru af nýjum og hvetjandi hugmyndum er magnað þær eru svo miklir snillingar og hafa svo mikið fram að færa. Ég segi aðeins þetta skráið ykkur á námskeið strax þið sjáið ekki eftir því. Verum forvitin þetta námskeið er fyrir okkur ÖLL“ – Lára Jóna 60 ára
Námskeiðið Yager framtíðarsýn var alveg yndislegt. Halldóra og Ingibjörg eru báðar yndislegar með góða nærveru. Dáleiðslan var alveg mögnuð og leyfði mér að fara inn á við, sjá og finna mína innri þörf og tilfinningu. Fer jákvæð og full af orku áfram út í daginn! Takk fyrir mig.“- Helga Leifs 45 ára „Fræðandi námskeið, fær mann til að hugsa um sig, hvað maður vill og vill vera. JAFNVÆGI er uppáhaldsorðið mitt.Fær mann til að slaka á og njóta þess að vera til. Takk fyrir mig og gangi ykkur vel!“ – Kveðja, Elisa
„Ég tók þátt í námskeiði milli jóla og nýárs sem er byggt á Yager fræðunum. Við lærðum að tengjast viskuvitund okkar og að skilja þriðju vitundina. Námskeiðið var nærandi og uppbyggjandi og hjálpaði mér að komast í sterkari tengingu við sjálfa mig og að setja mörk gagnvart sjálfri mér og öðrum. Ingibjörg Kristín og Halldóra hafa mikla þekkingu á efninu, og koma því til skila á snilldarlegan og yfirvegaðan hátt. Falleg útgeislun þeirra hefur áhrif á alla þá sem í kringum þær eru. Við fórum allar sælar og glaðar heim að námskeiði loknu.“ Erla S. Kristjánsdóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
„Ég get eindregið mælt með þessu námskeiði. Ég mætti með opnum huga með litla hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Nálgun þeirra Ingibjargar og Halldóru var fagleg og skemmtileg. Strax í upphafi voru markmiðin ljós. Inngangur og glæruyfirferð í byrjun og verklegu þættirnir í framhaldinu voru mjög markviss. Ég fékk mikið út úr þessu námskeiði sem mun nýtast mér í framtíðinni.“ – Bjarni Sigurðsson
Upplýsingar um glænýjan og ferskan fyrirlestur sem ber heitið – Lyklakippan að lífinu – 90 mínútúr af hvatningu, hlátri og innblástri!
(Halldóra Hanna Halldórsdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinands eru með þetta námskeið, sjá frekari upplýsingar um það hér neðar).
Fyrirlestur og fræðsla sem ber heitið – Lyklakippan að lífinu – Fjallað er um sjálfsmildi, heilbrigð mörk, hugarfarsbreytingar, sjálfsvirðingu og jafnvægi. Ingibjörg Kr. Ferdinands og Halldóra Hanna Halldórsdóttir deila sínum bestu lífslyklum með gestum.
Hvernig er hægt að lifa nokkuð góðu lífi, sáttur og glaður, þrátt fyrir öll krefjandi lífsverkefnin?
Fyrirlesarar miðla kærleiksríkum ráðum frá leiðbeinendum sínum að handan ásamt því að tvinna inn einlægum frásögnum úr eigin lífsverkefnum.
Verð 169.000 0kr. með vsk. Hámarks sætafjöldi er 50 manns. Hægt er að fá sér tilboð fyrir fleiri manns.
*Námskeið fer fram í húsakynnum kaupanda, einnig getum við haft milligöngu til að útvega leigu á sal á Rvk. svæðinu fyrir 25 þús. kr. á meðan fyrirlestri stendur.
Um okkur:
Ingibjörg Kr.Ferdinands, menntunarfræðingur, rithöfundur og Acc markþjálfi í Ljósinu endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda í Reykjavík. Sjálfstætt starfandi fyrirlesari og námskeiðshaldari hjá Möguleikaveröld.
Halldóra Hanna Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, tarot lesari og Acc markþjálfi hjá Umhyggju félagi langveikra barna. Sjálfstætt starfandi fyrirlesari og námskeiðshaldari hjá Möguleikaveröld.
Fyrir frekari upplýsingar og til að bóka námskeið og/eða fyrirlestur:
Sendu póst á halldorahanna@gmail.com eða hafðu samband í s. 692-9027
Hakka til að heyra frá þér!
Halldóra Hanna Halldórsdóttir