Þjónusta

Hugarfimleikar í formi einkatíma, námskeiða og fyrirlestra.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa um þá þjónustu sem í boði er.
Einnig er hægt að hafa samband á halldorahanna@gmail.com eða í síma 692-9027 til þess að panta sérsniðin námskeið og/eða fyrirlestra.

Komdu þér í gott andlegt og líkamlegt form með hugarfimleikum!
Án andlegra fimleika eigum við á hættu að skilja hugann eftir.
Öll velgengni byrjar í huga þínum, ef þú trúir ekki að þér muni takast vel í lífinu og hefur ekki trú á hæfileikum þínum, þá mun þér ekki takast það.

Hugarfimleikar
Hvað eru hugarfimleikar og hvaða þjónusta er í boði hjá Einkaþjálfun hugans?

Námskeiðið Yager framtíðarsýn
Það er list að skapa þína eigin framtíðarsýn!  
Ef þig langar til að sækja lykilinn að framtíðarsýninni þinni þá er þetta námskeið fyrir þig.
Yager framtíðarsýn er þriggja klst. næring fyrir alla vitundina þína.
Fræðsla:
sjálfsvirðing, leyndardómur ímyndunaraflsins og virkjun orkunar þinnar 
Sköpun:
Hvernig möguleikaveröld langar þig til að lifa í?  
Þú skapar þína eigin framtíðarsýn í Yager- dáleiðslu á þessu námskeiði.
HVATNINGAPEPP:
Já hvað er það? Kemur í ljós! En eitt er víst, þú munt valhoppa út í lífið léttari í lund og taka með þér gleði og von inn í framhaldið þitt.
Verð: 19.900kr. 
Fjöldi: Hámark 8 manns í einu á hverju námskeiði
Skráning: Sendu póst á halldorahanna@gmail.com / ingibjorgferdinands@gmail.com
Leiðbeinendur námskeiðsins: Halldóra Hanna Halldórsdóttir hjá Einkaþjálfun hugans og Ingibjörg Kr. Ferdinands hjá Garði hugans