Umsagnir

Umsagnir frá viðskiptavinum eftir einkatíma í hugarfimleikum:

,,Èg mæli hiklaust með markþjálfun hjá Halldóru. Hún hefur þann magnaða hæfileika að mæta manni þar sem maður er staddur og nær manni niður á jörðina og “tekur púlsinn” sem eru í rugli inní hausnum á manni í byrjun og setur í  samhengi til að sjá hvað það er í raun og veru sem ég elska að gera og ryður veginn með manni til að ná sínum markmiðum.  Samt leyfir hún manni að dreyma stórt og svífa og síðan taka allt saman og gera plan. Hún heldur allan tímann athyglinni. Orkan í tímanum hjá henni er á hæðstu tíðni og maður fer úr tímanum með það hugarfar að vera óstöðvandi í sinni vegferð í átt að láta drauma sína rætast. Hún hlustar af fullum áhuga og fær mann til að sjá öll tækifærin í lífinu manns og fá það sjálfstraust sem þarf til að byrja. Èg hef náð gríðarlegum árangri síðan ég byrjaði hjá henni í markþjálfun bæði í einkalífinu og í starfi, mæli 100% með markþjálfun hjá Halldóru!
Snæbjörn Þorgeirsson

,,Mæli heilshugar með markþjálfun hjá Dóru. Hef náð miklum árangri í þeim markmiðum sem ég hef sett mér með hennar hjálp. Ég fór í 4 tíma og tók fyrir hreyfingu, hugleiðslu, mataræði og samskipti. Þetta eru allt stórir þættir í mínu lífi sem auka vellíðan mína og hamingju. Dóra hjálpaði mér að fá nýja sýn á þessa hluti, nota leiðir sem virka fyrir mig og hjálpa mér þannig að ná raunverulegum árangri. Hún er mjög hvetjandi og á auðvelt með að fylla mann af innblæstri. Það kom mér á óvart að markþjálfun getur verið krefjandi en vinnan hefur skilað mér aukinni hamingju og ég er spennt að halda áfram með markmiðin mín.
Takk fyrir mig í bili elsku Dóra”
Soffía Hlynsdóttir

,,Ég mæli heils hugar með markþjálfun hjá Dóru. Hún fékk mig til að trúa því að ég gæti það sem ég ætlaði mér. Var með mörg markmið, er búin að ná þeim öllum með hjálp hennar. Þetta voru markmið tengd hreyfingu, andlegri heilsu, persónulegum vexti, tengslum við son minn og fl. þið verðið ekki svikin ef þið prófið markþjálfun hjá Dóru, hún er yndisleg, hlý og spot on, það var eins og hún vissi bara hvað ég þurfti.”
Arndís Bjarnadóttir

Umsagnir frá þátttakendum eftir námskeiðið Yager-framtíðarsýn

“Ég tók þátt í námskeiði milli jóla og nýárs sem er byggt á Yager fræðunum. Við lærðum að tengjast viskuvitund okkar og að skilja þriðju vitundina. Námskeiðið var nærandi og uppbyggjandi og hjálpaði mér að komast í sterkari tengingu við sjálfan mig og að setja mörk gagnvart sjálfri mér og öðrum. Ingibjörg Kristín og Halldóra hafa mikla þekkingu á efninu, og koma því til skila á snilldarlegan og yfirvegaðan hátt. Falleg útgeislun þeirra hefur áhrif á alla þá sem í kringum þær eru. Við f´órum allar sælar og glaðar heim að námskeiði loknu”
Erla S. Kristjánsdóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

“Ég get eindregið mælt með þessu námskeiði. Ég mætti með opnum huga og litla hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Nálgun þeirra Ingibjargar og Halldóru var fagleg og skemmtileg. Strax í upphafi voru markmiðin ljós. Inngangur og glæruyfirferð í byrjun og verklegu þættirnir í framhaldinu voru mjög markviss. Ég fékk mikið út úr þessu námskeiði sem mun nýtast mér í framtíðinni”. Bjarni Sigurðsson

,,Þetta var virkilega fræðandi námskeið, skemmtilegt og kom vel á óvart. Mikil upplifun og næringamikið fyrir sálina og jafnvægið. Frábær andi og stemning á námskeiðinu sem hjálpar til að finna innri ró, yfirvegun og betri samskipti. Takk kærlega fyrir mig”  
58 ára karlmaður