Hjartasannleikur

-Hér deili ég með ykkur hugvekjum frá hjartanu-

Já þessi pistill er ekki síður skrifaður til mín! En þér er svo mikið velkomið að lesa yfir hann ef þú ert með ADHD eða ef þig grunar að þú sért með ADHD. Þér er líka velkomið að lesa yfir ef þig langar til að skilja betur hugarheim og tilfinningarflækjur hjá konu á fertugsaldri sem er nýgreind með ADHD 🙂

Hæ èg heiti Dóra, èg er 35 àra gömul & èg var að greinast með ADHD í gær! Bullandi ADHD & einkennin sem ég er með eru víst algjört skólabókardæmi.

Mér finnst mjög skemmtilegt að skrifa svona pistla, það er líka hjálplegt að skrifa niður hugsanir sínar og tilfinningar. Vonandi næ ég svo líka til einhvers í leiðinni með stuðningi og peppi. Ég mun alltaf vera opin, einlæg og ég sjálf. Ég kem líka til dyranna eins og ég er klædd og það mun aldrei breytast, vonandi hægir samt aðeins á hvatvísinni með aðstoð lyfja en sjáum til hvað gerist með það 🙂

Já hvar var ég! Athyglisbresturinn sko, Já alveg rétt. Í gær fékk ég ADHD greiningu og já ég fór að hágràta við að heyra greininguna. Ég er líka grátandi í gegnum þessi skrif núna. Þetta er nefnilega svooo mikill lèttir fyrir mig að heyra. Núna skil èg sjálfa mig betur & bara allt mitt líf!
OG núna get ég þ.a.l. sýnt sjálfri mèr ennþá meira umburðarlyndi og skilning. Ég er jú með meðfædda taugaröskun sem hefur verið ómeðhöndluð í heil 35 ár.

Öll mín skólaganga hefur verið mikið púl.
Èg fèkk ítrekað að heyra í grunnskóla að èg væri “tossi” (eða vitlaus!) 

Èg fèll t.d. í 2 af 4 samræmdu prófunum í 10 bekk, þurfti að taka upp 10 bekk í Iðnskólanum, var í heil 6 ár að klára stúdentapróf & í 5 ár með nám í hjúkrunarfræði. Öll mín skólaganga hefur verið svo mikið blóð, sviti og tár.

Stuttu fyrir greiningarferlið var èg farin að kvíða því að heyra “nei ekkert ADHD til staðar hjá þér”, afþví þá væri eitthvað mikið annað að mér hugsaði èg & hvað gæti það þá verið? Ég var svo sem orðin frekar örvæntingarfull við að finna út úr því hvað væri eiginlega að mér!
Já svoleiðis leið mér fyrir greininguna.

Það breytist allt við þessa greiningu & eitt af því er þessi hugsanavilla “èg á bara miklu erfiðara með að læra heldur en allir aðrir, ég er kannski bara pínu vitlaus” YFIR Í “djöfull er èg metnaðarfull og dugleg að hafa alltaf haldið áfram”.
– Þetta eru meðfæddir styrkleikar hjá mèr, þessi endalausi metnaður og þrautseigja og já hér eftir ætla èg að hrósa sjálfri mèr svo miklu miklu meira! Ég ætla líka að lyfta öllum styrkleikunum mínum miklu meira upp!
Ég er ótrúlega dugleg, þrautseig og metnaðarfull kona!! Og hana nú 🙂

Mig var búið að gruna þetta í alveg í nokkur ár. Sko að ég væri með ADHD, eruð þið ekki alveg örugglega að fylgja mér ennþá hahaha!?
En èg ætla ekki að fara þangað að hugsa “oh afhverju gerði ég þetta ekki fyrr” 

Èg fór í greiningarferlið núna og ég er sjúklega ánægð með mig og stolt af sjálfri mèr að hafa hlustað á innsæið mitt & framkvæmt. “Í greiningu með þig núna strax kona” , hefur innsæið mitt verið að öskra á mig s.l. mánuðina og það mjög hávært.

En afhverju fór èg í samt í greiningu núna? Spurði m.a. sálfræðingurinn sem framkvæmdi greininguna og vá hvað þetta er góð spurning fyrir mig að velta aðeins fyrir mèr. Ég ætla að svara þessari spurningu hérna:

Jú núna hef èg hef verið í mikillri sjálfsvinnu í rúmlega 2 ár & þràtt fyrir það þá finn èg fyrir “tómleikatilfinningu” inn í mèr, “kaosi” í heila og líkama, innri óróleika og eirðarleysi. Ég á mjög erfitt með tímastjórnun, hugsanaflæðið er hratt og endalaust mikið. Èg fæ svo sem sjaldan frið fyrir nýjum og spennandi hugmyndum til að framkvæma eða nýju og spennandi námi að sækja. Mig langar til að gera allt & að læra allt. Mikið svona rótleysi í gangi ef svo má segja, svo fylgja líka efasemdir og hræðsla um að mér eigi ekki eftir að takast það sem ég ætla mér vegna einkenna ADHD.

Þrátt fyrir að ég sé í framhaldsnámi í markþjálfun núna, á alls konar verkfæri í kistunni minni til að grípa í og er mjög meðvituð um sjálfa mig og hugann minn, þá er það alls ekki nóg. Núna er bara komið að þeim tímapunkti að öll mín verkfæri og öll sjálfsvinnan sem ég hef stundað í rúmlega tvö ár, það er bara ekki nóg. Ég þarf aðstoð með lyfjagjöf ef ég ætla ná að fúnkera almennilega og að koma hugmyndunum mínum í framkvæmdir.

En eitt veit èg þó, stefnan er ennþá mjög skýr! Og hún er að ég ætla alltaf að starfa við að hjálpa fólki & ég er með stóra drauma tengda því🦋

Èg er gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, ég hlakka mikið til að fá að prófa lyfjameðferð & er alveg sannfærð um að èg eigi eftir að öðlast nýtt líf við það! Takk fyrir að lesa yfir ef þú nenntir að lesa til enda;)


Ég leyfi ykkur að fylgjast áfram með lífinu þegar lyfin eru byrjuð að virka, ég er alveg sannfærð um að það sé allt á uppleið hjá mér núna. Þegar við hlustum á innsæið og framkvæmum skv. því, þá nefnilega getur EKKERT klikkað! Þá gerast kraftaverkin, ég sver og lofa. Meira um það síðar 😉

Að lokum, Setjum orkuna okkar og fókus á það sem við viljum!
Kraftaverkin gerast líka þar. Hvert fær athyglin þín að fara?
“Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar” – Guðni Gunnarsson.

Kærleikur og ljós til þín,
Dóra