Í byrjun árs 2019 var ég alls ekki á góðum stað andlega né líkamlega. Ég hafði lítið sem ekkert hugað að mér sjálfri í alltof langann tíma. Ég vissi varla lengur hver ég var eða hvað ég vildi. Ég vissi ekki einu sinni hver áhugarmálin mín voru. Krónískur höfuðverkur var farin að bæla á sér ásamt hægðatregðu og krónískri vöðvabólgu. Ég var alltaf þreytt, í miklu tilfinningarlegu ójafnvægi og mjög óhamingjusöm með mig sjálfa og lífið almennt . Ég var alveg buguð á líkama & sál og algjörlega aftengd kjarnanum mínum. Á þessum tíma var yngsta dóttir mín tæplega eins árs og það var búið að vera mikið álag á mér, það tók nefnilega talsvert á að bæta litla gullmolanum okkar við annars skrautlegu fjölskylduna okkar. En þessi viðbót, að fá litlu Dagbjörtu Ýrr okkar í heiminn, var alveg dásamleg og það gaf okkur svo sannarlega mikla hamingju og gleði. Það hefur verið dásamlegt að fá að fylgjast með henni þroskast og dafna, afþví það er ekki sjálfsagt að við getum fengið að þroskast með eðlilegum og náttúrulegum hætti. Ekkert er sjálfsagt.

Í janúar 2022 voru komin þrjú ár síðan ég tók ÁKVÖRÐUN um að vilja breytingu fyrir mig sjálfa. Þjánining í fórnarlambsgírnum var líka orðin það mikil að ég neyddist eiginlega bara til þess að byrja huga betur að andlegri- og líkamlegri heilsu. Ég hef svo lesið um það í nokkrum bókum að oft þurfi “eitthvað svona til,” til þess að við hreinlega rönkum við okkur og förum að stíga skrefin í áttina að innihaldsríkara lífi, þar sem við tökum stjórnina á eigin lífi , ábyrgð á okkur sjálfum og verðum loksins skipstjórar eigin lífs.

Ég vil meina að vilji sé allt sem til þurfi til þess að byrja þetta ferli, ferlið í áttina að sjálfsumhyggju og sjálfsþekkingu. Um leið og við finnum hjá okkur þennan vilja til þess að verða betri við, þá eru okkur allir vegir færir. Það er mikilvægt að byrja á því að taka stöðumat á sjálfum sér, hvar er ég stödd/staddur akkúrat núna og hvers þarfnast ég fyrir mig?

Við erum flest öll að leita að hamingju, innri frið, hugarró og jafnvægi. Ekki satt? Jafnvægi er eitthvað sem við þurfum að skapa sjálf og að aðlaga að hverskyns breytingum sem verða á vegi okkar, það sama á við um hin hugtökin. Það erum við sjálf sem getum skapað fyrir okkur allt sem við viljum sjá meira af í okkar lífi!

Lífsmottóið mitt er að lifa lífinu lifandi, með gleðina og vonina að vopni. Topp tvö gildin mín eru vöxtur og heiðarleiki. Ég elska stíga hugrökk inn í nýjar áskoranir, læra meira um lífið og mannlega hegðun og það skiptir mig miklu máli að vera sönn sjálfri mér, að lifa í takti við það hver ég er og hvernig mig langar til að lifa lífinu mínu.