Einkatímar

Hugarfimleikar í formi einkatíma, námskeiða og fyrirlestra.
Hér fyrir neðan er hægt að lesa um þá þjónustu sem í boði er.
Einnig er hægt að hafa samband á halldorahanna@gmail.com eða í síma 692-9027 til þess að panta sérsniðin námskeið og/eða fyrirlestra.

Komdu þér í gott andlegt og líkamlegt form með hugarfimleikum!
Án andlegra fimleika eigum við á hættu að skilja hugann eftir.
Öll velgengni byrjar í huga þínum, ef þú trúir ekki að þér muni takast vel í lífinu og hefur ekki trú á hæfileikum þínum, þá mun þér ekki takast það.

Hugarfimleikar
Hvað eru hugarfimleikar og hvaða þjónusta er í boði hjá Einkaþjálfun hugans?

Einstaklingsmiðuð samtalsaðferð þar sem ég blanda saman þekkingu og reynslu úr geðhjúkrun, markþjálfanámi og Yager innsæis dáleiðslumeðferð, einnig er boðið upp á Tarot lestur fyrir þá sem vilja. 

Þú færð þjálfun í að lifa meðvituðu lífi, vera samkvæm/ur þèr, setja heilbrigð mörk, sinna sjálfinu þínu, áhugarmálum og ástríðu af meiri áhuga og ástríðu.

– Tarot lestur – Hugleiðsluheilun – Markþjálfun – 

✨Verðskrá:
9900kr. – 30 mín.
14.900kr. – 60 mín.
19.900kr. – 90 mín.